149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

mannanöfn.

9. mál
[16:57]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Íhaldssemi er dyggð. [Hlátur í þingsal.] (HHG: Það er samt nýtt.) Allt sem er gott og skiptir þjóðina máli, heldur okkur saman, hluti af arfleifð okkar, er gott. Það er ekki þar með sagt að menn geti ekki verið frjálslyndir. Það er heldur enginn listi af nöfnum sem má velja úr. Menn verða bara að fara eftir ákveðnum reglum. Þetta er ekkert stórkostlegt vandamál. Þess vegna segi ég: Þetta mál held ég að megi þróast aðeins lengur. Við getum tekið eitt hænuskref núna, ég held að það væri allt í lagi. Við getum kannski sveigt stífustu málfræðireglurnar og sniðið þær til. Þá kemur enn stærri hópur sem getur sagt: Já, nú get ég fengið mitt nafn. Það snýst allt um að fá sitt nafn. En þetta eru bara örfáir og eiginlega má kalla þetta dynti.