149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

mannanöfn.

9. mál
[17:04]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mannanafnanefnd er líka að rækta menningarstarf. Það er auðvitað enginn reginmunur á þessu. Mönnum er falið ákveðið hlutverk. Ríkisútvarpi er falið lögbundið hlutverk, menn mega ekki gleyma því. Ég tel enga þörf á að Ríkisútvarp sinni því lengur. Okkur getur greint á um þetta, það er allt í lagi. Sumir vilja hafa þetta þannig en ég er bara að benda á tvískinnunginn, ég er bara að nota þetta þess vegna. Þetta má allt vera mín vegna, við getum deilt um hvað er mikið hlutverk og hversu mikilvægt það er. Allt í lagi með það, en ég get ekki alveg viðurkennt að þetta sé allt spurning um hvort þessi sé frjálslyndur og hinn forræðishyggjumaður. Við veltum fyrir okkur mikilvæginu og metum það hverju sinni. Er það mikilvægt fyrir þjóðina (Forseti hringir.) og samfélagið eða ekki? (HBH: Einkavæða …)