149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

mannanöfn.

9. mál
[17:07]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ríkinu kemur það bara ekkert við. (ÓGunn: Heyr, heyr.) Og ríkinu kemur heldur ekkert við hvað við gerum margt annað en skiptir sér samt af því eins og við vitum. Hvað kemur ríkinu það við, af því að við erum með hv. þm. Ólaf Þór Gunnarsson lækni, hvort einhverjir læknar úti í bæ reka sjálfir fyrirtæki? Hvað kemur ríkisvaldinu sjálfstæð læknaklíník við? Sumir vilja bara banna það yfir höfuð vegna þess að það geti eyðilagt eitthvað annað.

Það er margt sem ríkinu kemur ekkert við. Ég er ekki að segja að engu megi breyta eða lagfæra í lögunum en ég held að þetta bann sé bara af praktískum ástæðum, þ.e. þetta kemst ekki fyrir í tölvukerfinu. [Hlátur í þingsal.] Ég held að það sé ekki flóknari skýring á því. Af hverju eiga menn að heita eitthvað mörgum nöfnum? [Hlátur í þingsal.] Við erum (Forseti hringir.) alltaf að elta einhverja dynti í fólki. Hættum því bara.