149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

mannanöfn.

9. mál
[17:08]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla áfram að halda mig við það mál sem við erum að ræða hér. [Hlátur í þingsal.] Ég er hins vegar alveg til í að ræða önnur mál við hv. þingmann á eftir. Ég vona að hann verði í salnum þá.

En mig langar að spyrja hann út í annað mál hér. Í 1. mgr. 9. gr. núgildandi laga stendur:

„Íslenskur ríkisborgari má ekki taka sér ættarnafn maka síns.“

Hvað er það? Ég er í grunninn algjörlega sammála þingmanninum um menningarlegt gildi nafnakerfisins okkar, en við hljótum að geta treyst fólki til að velja sér og sínum þau nöfn sem það vill heita. Stóri sannleikurinn er ekki fólginn í þessu tiltekna frumvarpi (Forseti hringir.) en hann er það sannarlega ekki í núgildandi lögum.