149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

mannanöfn.

9. mál
[17:36]
Horfa

Flm. (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nú gengur þetta mál til allsherjar- og menntamálanefndar sem hefur þar af leiðandi forræði yfir því hversu mikið verður unnið með það, breytt eða ekki, eins og það stendur hér í 1. umr. Fari svo að nefndin klári þetta mál lítið breytt og þingmaður verður í alvarlegu áfalli skal ég aðstoða hann í áfallahjálpinni ásamt þá mögulega þeim embættismönnum sem þurfa að glíma við það að stafafjöldi í nafni sé orðinn ótakmarkaður og jafnvel þurfi að endurforrita skrár þjóðskrár eða að kyn séu orðin fleiri en tvö hjá Hagstofunni, hin ómældu vandræði sem því gætu fylgt að tölfræðin sé ekki lengur bara bundin við tvennt. (Gripið fram í.)

Við hv. þingmaður bíðum sjálfsagt báðir spenntir eftir því hversu stórstígar þessar breytingar verða.