149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

erfðafjárskattur.

10. mál
[17:50]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alltaf spurning hvaða aðferð maður beitir til að velja upphafspunkt í svona máli. Ég aflaði mér upplýsinga í svari frá hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra sem birtist hér í vor þar sem kemur fram að efstu 5% landsmanna, ríkustu 5%, eiga að meðaltali 127 milljónir í hreinni eign. Efsta prósentið á 281 milljón að meðaltali og efsta 0,1% tæpan milljarð hver. Mætti ekki taka þessa hugmynd þingmannsins um þrepaskipt skattkerfi skrefinu lengra og búa til nokkrar hraustlegar prósentur til að ná þeim sem eiga langmest í samfélaginu á sama tíma og við erum að hlífa þeim sem ná að nurla saman fyrir þessari hræódýru úthverfaíbúð sem þingmaðurinn gróf upp á vordögum?