149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

sjúkratryggingar.

11. mál
[19:20]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að ekki sé rétt, hv. þingmaður, að líta svo á að ef einhver skilar einhverjum hagnaði, fái eitthvað fyrir sína vinnu, sé það tap ríkisins eða skattgreiðenda. Menn eiga ekki að nálgast þetta svona. Þá eiga menn bara að reka þetta sjálfir. Það er ekkert hægt að semja um svona nema menn vilji þá tryggja að ríkið borgi tapið á rekstrinum. Það er hins vegar enginn áhugi á því. Við getum ekki horft á þetta svona, held ég, ekkert frekar en þegar við kaupum lyf.

Það er svo margt sem við gerum. Vandamálið er að við erum alltaf að taka heilbrigðisþjónustu, þ.e. að ef ég geri að sári einhvers, vef hann og set í gifsi gildi allt aðrar reglur, það sé ekki hluti af einhverjum markaði heldur sé bara eitthvað allt annað. (Forseti hringir.) Það er ekkert allt annað þótt ríkið sé kaupandinn.