149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

sjúkratryggingar.

11. mál
[19:23]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get sjálfsagt gert eitthvert grín að þessu, en þetta frumvarp hafði bara enga aðra þýðingu í mínum huga, þegar ég hlustaði á framsögu hv. þm. Ólafs Þórs Gunnarssonar, en að því fælist ákveðin pólitísk yfirlýsing. Mér finnst það tilgangslaust. Þess vegna spyr ég: Til hvers er það? Mér er óskiljanlegt af hverju menn líta á þennan rekstur sem ríkið kaupir sem eðlislægt ólíkan öðrum rekstri, ég skil það ekki heldur og fór aðeins yfir það.

Þess vegna segi ég, af því að þetta er allt óskiljanlegt: Ég hef enga aðra skýringu á þessu en þá að mönnum sé í nöp við einkarekstur í heilbrigðisþjónustu. Ég finn engin önnur rök fyrir svona frumvarpi og þessari orðræðu.

Menn mega alveg hafa þessa skoðun. (Forseti hringir.) Það er bara það skrýtna við það. Ef ég fer aftur í umræðuna sem var hérna áðan um mannanöfnin ertu alveg kominn á vinstri vænginn eins og ég sagði alltaf, Helgi Hrafn. [Hlátur í þingsal.] (Gripið fram í: Þú sem alltaf …) (HHG: Ég er að reyna.)