149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

sjúkratryggingar.

11. mál
[19:24]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég bið hv. þingmann að afsaka að ég ætla ekki að taka þátt í glensi um þetta mál. Hv. þingmaður spyr: Til hvers er það? Það hefur komið fram að ákvæðinu hefur þegar verið beitt og það af samflokksmanni hv. þm Brynjars Níelssonar. Hv. þingmaður talaði mikið um að þetta snerist um að fara vel með peninga skattgreiðenda og það mátti skilja hann þannig að það eina sem skipti máli væri að þetta myndi ekki lúta þeim lögmálum. Þess vegna hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hv. þingmann: Telur hann að þeir samningar sem þáverandi hæstv. heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, gerði við heilsugæslustöðvar, einkareknar, undir þeim formerkjum sem þetta frumvarp snýst um, hafi verið rangir samningar? Telur hann að þáverandi hæstv. heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hafi gert mistök? Ef ekki, er þá ekki allt í lagi að skerpa á heimildarákvæðinu? (Forseti hringir.) Getur verið að kreddurnar séu ekki flutningsmanna heldur hv. þingmanns?