149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

sjúkratryggingar.

11. mál
[19:34]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nei, í flestum heilbrigðisfyrirtækjum er arðurinn væntanlega bara laun vegna þess að þeir sem vinna í fyrirtækinu eiga það. Annað er undantekning. Hins vegar er alveg rétt að stór hluti af tekjum ríkisins fer í heilbrigðiskerfið. Það er líka í menntakerfinu og allir eiga rétt á menntun. Allir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu. Ég kaupi þjónustu í menntakerfinu af hinum og þessum. Ég veit að sumir eru á móti því líka, en við gerum það. Það er heldur enginn eðlismunur á því og heilbrigðisþjónustu. Ég sé engan mun á því að kaupa þessa þjónustu með þessum hætti og að þeir sem (Forseti hringir.) standa sig vel fái eðlilegan hagnað af því.