149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

sjúkratryggingar.

11. mál
[19:36]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var mjög skrýtin spurning. (HBH: Nú?) Ég er með einhvern samning, fyrir hönd ríkisins og heilbrigðisráðherra er ég með samning um að kaupa ákveðna þjónustu fyrir ákveðinn pening. Eitt árið kann að vera að seljandinn sem selur mér heilbrigðisráðherraþjónustuna græði, það sé hagnaður eftir árið, hitt árið kann að vera tap. Ég get ekki tekið upp samninginn eftir því, hvorki seljandi né kaupandi. Ef það er mikill arður af þessari starfsemi og einhver tími er á samningnum er ég ekki viss um að fyrir hönd heilbrigðisráðherra bjóði ég jafn hátt verð næst. Þá er ég væntanlega kominn með góða samningsstöðu.