149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

sjúkratryggingar.

11. mál
[19:38]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ekkert að hugsa um hvað ég borga mikið svo einhver fái arð. Mér er hins vegar alveg sama miðað við einhvern samning sem ég er búinn að gera ef hann leiðir til arðgreiðslu. (HBH: Svo gerirðu nýja samninga og arðurinn minnkar.) Já, ég get gert auðvitað nýjan samning og ef ég tel að ég geti keypt þessa þjónustu af þessum lækni eða þessari klíník eitthvað ódýrara reyni ég það. Þetta er bara eins og viðskiptin gerast alls staðar. En ég fer ekkert á taugum yfir því að einhver gæti myndað arð á grundvelli einhvers samnings sem ég er búinn að gera. Ég hef bara engar áhyggjur af því, ekki frekar en að hann tapist. Hann tapast stundum. Ég hef hvorki áhyggjur af því þó að hann tapi eitt árið eða geti greitt sér arð hitt árið. (Forseti hringir.) Það getur hins vegar breyst síðan með næsta samningi eftir því hvernig staðan er.