149. löggjafarþing — 8. fundur,  20. sept. 2018.

lögreglunám.

[10:43]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir góð svör. Ég gef mér að Háskólinn á Akureyri vilji gjarnan taka við fleiri nemum og að þá verði kannski einblínt á BA-gráðu út úr því. Síðan geti lögreglumenn, af því að við vitum að heimurinn er orðinn ansi fjölbreytilegur, sérmenntað sig, jafnvel farið í skiptinám og þess vegna út fyrir landsteinana.

Það sem mér er efst í huga er að nú er eftirspurnin mikil. Hvað er það sem stoppar? Eru það fjárveitingar ríkisins eða eru það hreinlega starfsstöðvarnar sem geta ekki tekið við fleiri nemum?