149. löggjafarþing — 8. fundur,  20. sept. 2018.

lögreglunám.

[10:44]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði í fyrra svari mínu höfum við aukið fjármuni umtalsvert en þetta er eitthvað sem við verðum hreinlega að skoða betur. Ég vonast auðvitað til þess að þegar svona mikil eftirspurn er eftir ákveðnu námi sé hægt að skipuleggja það í takt við þær fjárveitingar sem viðkomandi háskóli fær.

Ég vil líka nefna að við erum að gera stórátak er varðar húsnæðisþörf og þá ágalla sem hafa komið í ljós varðandi húsnæði Háskólans á Akureyri. Ég tel að við séum þannig að gera nokkuð góða hluti, en ég tek eftir því sem hv. þingmaður nefnir og mun skoða það frekar og kanna hvað veldur.