149. löggjafarþing — 9. fundur,  24. sept. 2018.

um fundarstjórn.

[15:09]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Það er stutt síðan við ræddum hér um vinnubrögð á Alþingi, traust til Alþingis og virðingu. Þá ber svo við að eitt stærsta mál hvers þings, sem er bæði þingmönnum og landsmönnum öllum hugleikið, er kynnt hér; samgönguáætlun var að manni skilst afhent sumum þingmönnum fyrir helgi, aðrir voru skildir eftir í myrkrinu. Það heyrast alls konar sögusagnir um það hvað standi í þessari ágætu áætlun, ekki veit ég það, ég hef ekki séð hana.

Ég spyr, herra forseti: Er það samboðið þeim vinnubrögðum sem við viljum viðhafa á þinginu að kynna stórmál með þessum hætti? Er ekki mál að linni?