149. löggjafarþing — 9. fundur,  24. sept. 2018.

um fundarstjórn.

[15:29]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég vil byrja á að taka undir það sem hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé sagði; hann ráðlagði okkur föðurlega að við ættum að vera samkvæm sjálfum okkur í málflutningi hér í þinginu og ekki taka upp á þeim óskunda að skipta um skoðun eða hafa uppi aðra röksemdafærslu í málflutningi. Mér fannst þetta mjög góð ábending og hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé er sérstök fyrirmynd í því eins og við höfum öll tekið eftir. Hann talar með nákvæmlega sama hætti um verk ríkisstjórnarinnar, af sömu yfirvegun og skynsemi, og hann geði þegar hann var í stjórnarandstöðu. Við megum læra mikið af hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé.