149. löggjafarþing — 9. fundur,  24. sept. 2018.

fjárveitingar til SÁÁ.

[15:38]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið sem enn og aftur var faktískt ekkert svar. Ég var sérstaklega að vísa til þeirra peninga sem standa út af, 278 milljónir, sem hafa ekki skilað sér inn í Sjúkratryggingar í formi þess þjónustusamnings sem þó er gerður við SÁÁ. Í kjölfarið má líka tala um forvarnir, hvað heilbrigðisráðherra sjálfur er að gera í sambandi við forvarnir. Ástæða þess að SÁÁ talaði um að geta ekki tekið við einstaklingum undir lögræðisaldri kom einfaldlega í kjölfarið á því sem heilbrigðisráðherra sjálfur hafði sagt, að það ætti kannski ekki við að einstaklingar undir lögræðisaldri væru í meðferð á slíkri stofnun.

Ég segi enn og aftur: Betur má ef duga skal. Þegar verið er að tala um bara SÁÁ er ekkert „bara“ SÁÁ. SÁÁ eru þeir aðilar sem sjá um nánast allan fíknivandann í landinu.