149. löggjafarþing — 9. fundur,  24. sept. 2018.

rafrettur og rafrettuvökvi.

[16:02]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Algjörlega, ég tek undir það sem hv. þingmaður segir, rafrettur eru mjög öflugt skaðaminnkunarúrræði og gríðarlega mikilvæg leið til þess að losna undan nikótínfíkn. Við höfum mjög mörg dæmi um það og rannsóknir líka. En eins og við vitum báðar, ég og hv. þingmaður, freistuðum við þess í umræðunni um þingmálið á síðasta þingi að feta einstigið milli þess annars vegar og hins vegar að tryggja að varan væri ekki of aðgengileg fyrir börn og ungmenni o.s.frv., það voru ákveðin sjónarmið þar. Kjarni málsins er kannski sá að tryggja gæði og öryggi þessarar vöru á markaði.

Hv. þingmaður spyr sérstaklega um reyktóbak og að ekki sé tekið gjald vegna tóbaks sem er tilkynnt. Það er vegna þess að það er bara mjög lítið um nýjar vörur þar á markaði, þetta eru tveir mjög ólíkir markaðir af þeim sökum. Við erum í raun að byrja að horfa á þessa vöru á markaði eftir að lögin eru gengin í gildi. Það (Forseti hringir.) skýrir muninn. En hvað varðar tóbakið sérstaklega er það ekki á mínu borði.