149. löggjafarþing — 9. fundur,  24. sept. 2018.

landbúnaðarafurðir.

[16:17]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég ætla nú að minna hv. þingmann á að setur fyrir forystufé er norður í Þistilfirði og þykir það hafa heppnast afburðavel. Á vettvangi ráðuneytisins er verið að vinna að ýmsum þáttum sem kunna að tengjast þessu beint og óbeint, t.d. það atriði sem snýr að því hvernig hið opinbera ætlar að standa að innkaupum. Þar er sú lína gefin fyrir þann starfshóp sem þar er að vinna að því að draga úr kolefnisspori, þótt ekki væri nema bara sú áhersla á að auka á möguleika íslenskrar og innlendrar framleiðslu umfram aðra, að komast í mötuneyti hins opinbera og víðar.

Við erum sömuleiðis að ræða möguleika á að sameina sjóði sem undir ráðuneytið heyra til þess að geta betur stutt við nýsköpun, bæði á sviði landbúnaðar en ekki síður á sviði sjávarútvegs. En við höfum hins vegar þá stöðu í þessu umhverfi að landbúnaðinn þarf að styrkja til muna meira en sjávarútveginn á þessu sviði. Þar er fullt af færum. Við munum vinna að því.