149. löggjafarþing — 10. fundur,  25. sept. 2018.

vaktstöð siglinga.

81. mál
[15:08]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra. Ég held að það sé rétt sem hæstv. ráðherra nefndi. Ég held að vert sé að skoða hvort ekki eigi að nefna aðila eins og tollgæsluna og lögregluna o.s.frv. Það er alltaf sú hætta fyrir hendi í þessum efnum þegar um svona víða skírskotun er að ræða að það gæti valdið ákveðnum misskilningi og jafnvel togstreitu, hugsanlega vandamálum þegar upp koma þær aðstæður þegar leita þarf til eins og lögreglu og tollgæslu, ef ekki væri nægilega skýrt í lögum um að viðkomandi aðilar ættu að veita aðstoð. Ég þakka hæstv. ráðherra og vona að þetta verði skoðað.