149. löggjafarþing — 11. fundur,  26. sept. 2018.

aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna.

13. mál
[16:09]
Horfa

Flm. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Hún veltir fyrir sér fjárhagsáætlun, að það sé veikleiki að ekki sé búið að græja hana. Mér finnst fín hugmynd að reyna að átta sig á því hvað það kostar að gera svona áætlun. Síðan endurskoðun við fjármálaáætlun til fimm ára á hverju ári og komum með nýtt fjárlagafrumvarp á hverju ári, þannig að það er hægur vandi að bregðast við áætluninni og setja hana niður í fjármálaáætlun og síðan í fjárlög.

Ef vilji stendur til að taka utan um málefni barna eins og tillagan gerir ráð fyrir þá höfum við efni á þessu öllu — það aðeins spurning um forgangsröðun. Með þessari tillögu erum við í Samfylkingunni að segja: Málefni barna, það á að raða þeim framar.