149. löggjafarþing — 11. fundur,  26. sept. 2018.

uppsögn tollasamnings um landbúnaðarvörur við Evrópusambandið.

22. mál
[17:30]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við höfum hlustað hér á framsögu með þingsályktunartillögu um uppsögn á tollasamningi við Evrópusambandið. Ég leyfi mér að segja að mér finnst blærinn yfir þessari tillögu vera ákaflega mikil tækifærismennska, svo að ég segi það nú bara hreint út í þessum ræðustól. Ég vil því í fyrra andsvari mínu við framsögumann tillögunnar spyrja hvort það sé ekki rétt að meðflutningsmaður hans, hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi gert þennan samning í ríkisstjórn fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hvaða tækifærismennska er þetta?