149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

RÚV í samkeppnisrekstri.

[10:33]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka kærlega fyrir þessa fyrirspurn og þann mikla stuðning sem Ríkisútvarpið hefur hjá hv. þingmanni. Ég vil fyrst segja að það er mjög brýnt að allir fari eftir lögum. Við höfum verið að vinna með Ríkisútvarpinu að útfærslu á þessu. Það er hins vegar ekki alveg komið á hreint nákvæmlega hvort þessi útfærsla virki. Mér skilst að þetta uppfylli ríkisreglur er varða ESA, um ríkisstyrki, en það á eftir að fara yfir það nákvæmlega. Það sem við höfum verið að vinna að og mér finnst afskaplega brýnt að komi fram er að það ríki ákveðið jafnvægi á fjölmiðlamarkaði og að samkeppni sé virk. Að því er unnið.

Varðandi kostnað sem hlýst af þessum aðskilnaði á bara hreinlega eftir að fara yfir það betur, nákvæmlega hver hann er og hvers vegna hann er til kominn. Ég hef verið í sambandi, að sjálfsögðu, við stjórnendur RÚV um það hvernig við ætlum að vinna að þessu og ég mun nota þann tíma sem ég hef til að vanda til verks svo þetta sé allt á hreinu.