149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

RÚV í samkeppnisrekstri.

[10:34]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Yfirlýsingar í Fréttablaðinu í gær verða nú ekki öllu skýrari, að það eigi að gera þetta þvert á það sem við vitum að hafa verið sameiginleg áform bæði ráðuneytis og stjórnenda RÚV. Hæstv. ráðherra er farin að minna mig pínu á Münchhausen barón, hún mætir í fjölmiðlaviðtöl, slær um sig og lofar hinu og þessu en síðan þegar til kastanna kemur getur hún yfirleitt ekki svarað. Hún svaraði ekki einu sinni spurningu minni …

(Forseti (SJS): Forseti minnir þingmenn á að beina máli sínu til forseta.)

Herra forseti. Hæstv. ráðherra svaraði ekki einu sinni spurningunni: Hvað ef hún þvingar þetta fram og Ríkisútvarpið verður af 400 millj. kr. tekjum sem bætast ofan á þær 507 millj. kr. sem tapast vegna hinna tillagna ráðherra? Hvernig ætlar hún að bæta það? Hún þarf að svara því vegna þess að á endanum er verið að tefla með almannafé án þess að ávinningurinn sé augljós.