149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

skýrsla um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins.

[10:37]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Virðulegur forseti. Hæstv. ráðherra hefur nú tekið við skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Þar er fjallað um margt mikilvægt, m.a. hluti sem var löngu tímabært að skoða formlega. Nokkrir af vinstri kanti stjórnmálanna hafa að vísu sett út á að í skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sé of mikið fjallað um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins, of lítið um skoðanir þeirra sjálfra á innanlandspólitíkinni. Í leiðinni hafa menn hnýtt í aðalhöfund skýrslunnar og persónu hans, jafnan sama fólk og heldur því fram að það sé algjörlega óforsvaranlegt að gagnrýna fræðimenn. Það á þá væntanlega bara við um nógu vinstri sinnaða fræðimenn.

En hvað finnst hæstv. fjármálaráðherra um niðurstöður skýrslunnar og hvernig hyggst hann fylgja málinu eftir? Verða þessi mál tekin upp við fulltrúa erlendra ríkja og alþjóðastofnana og verður til að mynda farið fram á afsökunarbeiðni frá breskum stjórnvöldum?