149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

fjöldi háskólamenntaðra.

[11:00]
Horfa

Sigríður María Egilsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra fyrir góð svör. Það er mjög gaman fyrir mig að heyra hvernig þessi þróun virðist vera að ganga og að ráðherra ætli að beita sér í þessum efnum.

Þá langar mig að bæta við spurninguna hvort hæstv. ráðherra ætli sér að leggja einhvers konar sérstaka áherslu á að kynjajafna tilteknar stéttir, svo sem að hjálpa stúlkum eða leggja áherslu á að stúlkum fjölgi í tilteknum greinum og sömuleiðis að karlmönnum fjölgi í öðrum þar sem þeir hópar hafa verið í minni hluta.