149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[12:25]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra út í þessar litlu og meðalstóru útgerðir. Það er mjög margt gott í þessu frumvarpi og ég held að við séum að nálgast það að geta verið sátt við það til lengri tíma, að við séum komin nær í tíma með afkomutengingu og raunupplýsingar og séum að stíga gott skref fyrir afkomu greinarinnar. En það liggur fyrir að Hagstofan skráir sex útgerðarflokka þegar hún skráir afkomu veiða og vinnslu. Það er alveg hægt að sjá í gögnum þar að afkoma milli útgerðarflokka er gerólík.

Mig langar að heyra viðhorf ráðherra: Er ekki hægt að horfa til ólíkrar afkomu? Stærðarhagkvæmnin er til staðar hjá þessum stærstu. Er ekki rétt að skoða þetta frumvarp í vinnslu nefndarinnar með þeim augum?