149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[12:29]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það er alveg sjónarmið. En það má líka gagnálykta í því efni og spyrja: Ef við viljum fénýta auðlindina sem best og fá sem mest út úr henni, eigum við þá ekki einfaldlega að einbeita okkur að því að fá sem stærstan og bestan fisk? Kemur það ekki best út fyrir alla? Menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki rétt, það eigi að blanda þessu saman.

Þar af leiðandi sjáum við fram á að ríkið er einn stærsti útgerðaraðili landsins með 32.000 tonn undir í byggðapottunum. 5,3% af öllum útflutningsheimildum eru þar, m.a. til þess að mæta áhrifunum og ýta undir og styðja við byggðir landsins til viðbótar þessu frítekjumarki. Það eina sem ég er að segja og vil ítreka er að ef við ætlum að hygla og breyta geri ég kröfu um að við gerum það með opnum huga, rökstyðjum og mismunum ekki (Forseti hringir.) einstaklingum eða fyrirtækjum með einhverjum ívilnandi aðgerðum sem við höfum ekki fyllilega rökstutt í meðferð málsins.