149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[12:52]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti áréttar aftur við þingmenn að virða ræðutíma. Upp á nýbreytni ætla ég að prófa þegar komið er fimm sekúndur fram yfir tímann að hamra aðeins fastar. Það skemmir ræðuna en ræðutíminn er hvort eð er búinn, það skemmir fyrir þeim sem heima sitja en þetta er búið að vera svolítið losaralegt hjá okkur núna. Í dag skulum við prófa þessa nýbreytni og sjá hvort menn færa sig ekki aftur inn á réttan ræðutíma.