149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[12:56]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er allt fullt af matskenndum hlutum — hæstv. ráðherra fór yfir það í kynningum sínum — þó að það sé ekki bara þetta hlutfall, 33%. Það er ákveðið með einhverju huglægu, hlutlægu mati, með mati á útreikningi síðustu tíu ára. (Gripið fram í.) Fyrstu tvö árin var ekki einu sinni neitt raunverulegt veiðigjald. Ákveðið er að nota síðastliðin tíu ár og fá út þetta hlutfall. Það eru fleiri matskenndir þættir í frumvarpinu sem ég veit að hv. þingmaður þekkir vel vegna þess að hann kom að samningunni.

Atvinnuveganefnd þarf að fara yfir (Forseti hringir.) alla þessa þætti. Hvað er eðlilegt að draga frá (Forseti hringir.) og hvað er eðlilegt að standi eftir? Það er matskennt og er ætlast til þess að við alþingismenn metum það. Við ákveðum þá að velja þá leið þegar betri leið er til, (Forseti hringir.) sem er að bjóða út aflaheimildir. (Forseti hringir.) Það er leið sem notuð er í öllum viðskiptum (Forseti hringir.) — nema þegar útdeila á bestu gæðunum á Íslandi.