149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[12:59]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég væri sáttari ef hærra hlutfall af auðlindarentunni rynni í ríkissjóð. Auðlindarentan er umframarður, þá er búið að draga frá alla hluti og búið að reikna með eðlilegum hagnaði eða meðalhagnaði. Þetta er umframarður.

Þegar við unnum með frumvarpið 2012, þegar ég var fjármálaráðherra, reyndum við að komast að því hver auðlindarentan væri. Við vildum að meiri hluti hennar rynni í ríkissjóð. Auðlindarentan sveiflast auðvitað eftir því hvernig staðan er á greininni, alveg eins og þetta veiðigjald á að gera. Það er miðað við afkomu, (Forseti hringir.) hagnaðurinn er líka miðaður við afkomu og þar með auðlindarentan líka.

Við fórum næstbestu leiðina árið 2012, besta leiðin er að bjóða út aflaheimildirnar.