149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[13:06]
Horfa

Páll Magnússon (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég spyr þá aftur: Myndi það fullnægja kröfum hv. þingmanns að við hækkuðum þessa tölu úr 33% í eitthvað annað? Uppboðsleiðin myndi nefnilega leiða til þess sem hv. þingmaður vildi helst varast í þessu öllu. Það er ekki hægt að tala um uppboðsleiðina og hagkvæmni hennar sem myndi sennilega hámarka afrakstur ríkisins af nýtingu þessarar auðlindar einu sinni en ekki í uppboði tvö og ekki í uppboði þrjú.

Það sem skiptir máli í þessu er hvað þjóðin fær út úr þessu til lengri tíma litið. Uppboðsleiðin myndi leiða til þess sem hv. þingmaður helst vildi forðast, samþjöppunar, bæði landfræðilegrar og viðskiptalegrar, þ.e. að kvótinn myndi sennilega allur lenda í höndunum á þremur til fimm fyrirtækjum og gert yrði út á þremur til fimm stöðum á endapunktinum.