149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:28]
Horfa

Páll Magnússon (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var nauðsynlegt að fá þetta atriði á hreint því að það skiptir miklu máli. Þá að seinni spurningunni. Ef uppboðskerfi kæmi samkvæmt þessu í staðinn fyrir veiðigjaldakerfið eins og við þekkjum það núna þætti mér gott að vita hvernig ætti að skilyrða slíkt uppboð til að það leiddi ekki til þess sem menn vilja þó helst forðast, þ.e. andstæðingar núverandi kerfis, bæði landfræðilegrar samþjöppunar og viðskiptalegrar, þ.e. eftir stærð fyrirtækja. Um leið og menn eru farnir að skilyrða uppboðið eru þeir farnir að draga úr ávinningnum af því, farnir að lækka verðið til þess sem býður verðmætin út.

Þess vegna vildi ég gjarnan fá að vita hjá hv. þingmanni hvernig ætti að skilyrða slíkt uppboð.