149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:53]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ekkert kom mér á óvart í þessu andsvari sem ég þakka fyrir. Ég held að þetta sé bara nákvæmlega það sem við erum að fást við og pólitíkin er að fást við hérna, hvað hin kalda hönd ætlar að hrifsa mikið til sín af þeim verðmætum sem ég var að reyna að útskýra hér að leggst fyrst og fremst á byggðarlögin sem um er að fjalla.

Arðtaka í sjávarútvegi er mun lægri en í öðrum atvinnugreinum á Íslandi. Ef arður er vandamál í sjávarútvegi ræða menn skattlagningu á hann þar. Við erum ekki að því í þessu frumvarpi, hv. þingmaður.