149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[14:55]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Veiðigjöld eru ekki eini skatturinn sem útgerðarfélög greiða. Ég trúi því bara ekki að hv. þingmaður ætli að halda því fram blákalt í ræðustól Alþingis að þetta sé eina skattlagningin sem þessi fyrirtæki bera. Er þingmaðurinn ósammála því að veiðigjöld eigi ekki að endurspegla afkomu? Það er grundvallarmál. Ef arðtökur eru bornar saman á milli atvinnugreina á Íslandi er íslenskur sjávarútvegur ekki nema hálfdrættingur á við aðrar atvinnugreinar.

Er arður af sjávarútvegi vandamál í íslensku samfélagi? Nei, hann er það ekki.