149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[15:01]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Haraldi Benediktssyni fyrir prýðisræðu. Það var margt í henni sem mig langar að fara út í en það er stuttur tími og því ætla ég að vinda mér í fyrstu spurningu.

Þingmaðurinn talaði um að hluti gjaldsins rynni til byggðarlaganna. Um þetta var mikið talað á sínum tíma en lítið hefur heyrst síðustu ár. Þá spyr ég, af því að ég er alveg sammála þingmanninum um þetta: Með hvaða hætti gætum við gert það? Er hægt að gera það í gegnum veiðigjaldafrumvarp eða hvernig myndum við koma því við?

Svo er samdrátturinn sem orðið hefur og er staðreynd. Eins og ég hef áður komið að hefur fækkað úr úr 950 útgerðum niður í 380 á síðustu 12 árum sem er mikið (Forseti hringir.) áhyggjuefni. Ég ætla að koma að spurningunni um það í seinna andsvari.