149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[15:03]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Mig langar þá að koma að öðru. Ég talaði um áhyggjur mínar hérna í gær undir liðnum um störf þingsins af því að litlar og meðalstórar útgerðir yrðu áfram í strögli. Mér fannst það koma fram í ræðu þingmannsins líka hérna áðan. Þá talaði þingmaðurinn um einhvers konar flokkun eða þrepaskiptingu, eitthvað slíkt að mér fannst. Getur þingmaðurinn séð fyrir sér að slík þrepaskipting eða slíkt dæmi gæti verið unnið í meðferð þessa frumvarps sem vonandi verður að lögum fyrir áramót?