149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[15:09]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil alls ekki taka undir að þetta sé ekki merkilegt frumvarp. Mér finnst það þrælmerkilegt. Við hv. þingmaður höfum verið í meginatriðum sammála um hvert verkefnið er til að vinna með í þinginu og þarf ekki að fjölyrða um það á nokkurn hátt. Ég er sammála þeim meginsjónarmiðum sem þingmaðurinn rekur hér, að það þurfi með einhverjum hætti að skoða skattlagninguna eða álagningu þessara gjalda. Það var eiginlega megininntak minnar ræðu, ég taldi það í það minnsta þegar ég flutti hana, að reyna að draga fram að þetta væri íþyngjandi landsbyggðarskattur og fyrst og fremst skattur á þau byggðarlög sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Mér finnst hann of þungbær miðað við núverandi ástand.