149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:05]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég gat ekki betur heyrt af orðum hv. þingmanns en að hann væri að játa að með því að fara uppboðsleið, samningaleið eða fyrningarleið væri um að ræða þjóðnýtingu á aflaheimildum. Það er ekki annað hægt en að gera það ef koma á slíku kerfi á. Það er af þeirri ástæðu sem hv. þingmanni er svo mikið í mun að komast að því hver sé tímalengd þessa nýtingarréttar, til að ríkið geti tekið hann til sín, þjóðnýtt og sett þessa markaðsleið sína í gang. Það er þá ekkert annað en þjóðnýting á eignunum, á réttindunum, og svo er það ríkið sem býður það út eftir einhverjum kúnstarinnar pólitískum reglum. Þannig skil ég málflutning hv. þingmanns. Og ég er ósammála honum í þeirri nálgun. Ég tel það vera ranga nálgun.