149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[17:01]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Auðlindagjaldið er reiknað af markaðsvirði aflans eins og hann er seldur á markaði og ekki búið til inni í pólitíkinni þannig að ég bara svari þeirri spurningu.

Uppboðsleiðin? Það hefur verið minnst á Færeyjar sem hafa sett einhvern hluta af uppsjávartegundum á uppboð norður í Barentshafi, síld, makríl og kolmunna minnir mig. Færeyingar hafa ekki gert þetta á sínu nærsvæði og tvær til þrjár útgerðir hafa gert tilboð í þessar tegundir. Ég get ekki séð hvernig er hægt að miða það við það sem við erum að gera við strendur Íslands. Ekki eru þeir að gera þetta við miðin á nærsvæði Færeyja og kvótinn hjá þeim er 10.000 eða 20.000 tonn í þorski. Þegar ég talaði um að kippa einum fæti undan stól var ég að meina að kerfið væri á fjórum fótum, (SMc: Hvaða fjórir fætur eru það?) á stólnum, fjórum stólfótum, og þá væri eitthvað varið í kerfi sem gæti borgað auðlindagjald til þjóðarinnar. Það er í raun og veru hugsunin á bak við þessa fjóra fætur sem ég nefndi.