149. löggjafarþing — 12. fundur,  27. sept. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[17:52]
Horfa

Sigríður María Egilsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður, til þess að skýra mál mitt gengur hugmyndafræði okkar ekki út á það að setja allan kvótann á markað í einu eða setja eitt ár hluta kvótans á markað til að fá einhvers konar viðmiðunarverð. Hugmyndafræði okkar gengur út að að innkalla í litlu magni hverju sinni kvótann yfir margra ára skeið, innkalla tiltekna prósentu. Til dæmis hafa í því sambandi verið nefnd 5–10% á hverju ári og sá hluti settur á markað, settur á tiltekið uppboð. Þar hefur verið nefnd uppboðsleiðin „clearing house“ sem við getum farið yfir ítarlegar síðar og ríkið tekur hagnaðinn sem kemur af þeirri sölu. Það þýðir að útgerðarfyrirtækin missa tiltekinn hluta kvótans á ári hverju en geta samt sem áður keypt hann til baka. Það er kaupverðið sem kemur í staðinn fyrir veiðigjöldin sem slík. Útgerðarfyrirtækin fái hins vegar í staðinn tímabundinn samning og talað hefur verið um 15–25 ár til að tryggja ákveðið stabílitet fyrir þau fyrirtæki á meðan. Ég vona að þetta svari spurningu hv. þingmanns.