149. löggjafarþing — 13. fundur,  9. okt. 2018.

varamenn taka þingsæti.

[13:31]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Borist hafa bréf frá Gunnari Braga Sveinssyni og Silju Dögg Gunnarsdóttur um að þau geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Mánudaginn 1. október tók því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Miðflokksins í Suðvest., Una María Óskarsdóttir. Í gær, mánudaginn 8. október, tók sæti á Alþingi 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Suðurk., Jóhann Friðrik Friðriksson, en 1. varamaður kjördæmisins hefur boðað forföll.

Þá hafa borist bréf frá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins fyrir hönd Haralds Benediktssonar, formanni þingflokks Miðflokksins fyrir hönd Bergþórs Ólasonar og varaformanni þingflokks Pírata fyrir hönd Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um að þau geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni.

Í gær, mánudaginn 8. október, tóku því sæti á Alþingi fyrir þau 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvest., Teitur Björn Einarsson, 1. varamaður á lista Miðflokksins í Norðvest., Jón Þór Þorvaldsson, og 2. varamaður á lista Pírata í Reykv. s., Snæbjörn Brynjarsson, en 1. varamaður á lista í kjördæminu hefur boðað forföll.

Þau hafa öll, að undanskildum varamanni Framsóknarflokksins, áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.