149. löggjafarþing — 13. fundur,  9. okt. 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:33]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum; frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 129, um viðgerðarkostnað frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þskj. 66, um áritun á frumrit skuldabréfa, frá Ólafi Ísleifssyni, og á þskj. 166, um breytingar á sköttum og gjöldum, frá Óla Birni Kárasyni.

Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 73, um notkun veiðarfæra, frá Ara Trausta Guðmundssyni.

Loks frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 123, um skólaakstur og malarvegi, frá Teiti Birni Einarssyni.