149. löggjafarþing — 13. fundur,  9. okt. 2018.

laxeldi í sjókvíum.

[14:19]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið og hlakka til að heyra svarið við síðari spurningunni.

Það er orðið svolítið þröngt um þegar fyrirtæki í atvinnustarfsemi þurfa að hafa lífrænt leyfi í gangi sem vaknar þegar dómstólar stíga niður fæti. Þetta getur verið mjög erfitt eins og hefur verið komið inn á og ég hvet umhverfisráðherra til að vinna hratt að þessu.

Ég hlakka til að heyra seinna svarið.