149. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2018.

kostir og gallar aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

159. mál
[14:35]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég þakka ráðherra upplýsingarnar sem hann ber fram um málið. Ég vil nota tækifærið til að árétta að þessi tillaga er endurflutt með það að markmiði að halda málinu, eins og það heitir, í réttum þinglegum farvegi. Málið er algerlega óbreytt að öðru leyti en því að í greinargerð er bætt við örlitlum texta þar sem það atriði er reifað sem ég er að gera grein fyrir núna.