149. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2018.

kostir og gallar aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

159. mál
[14:40]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langar til að taka undir það sem hæstv. forsætisráðherra sagði hér rétt áðan. Ég er einmitt líka með skýrslubeiðni sem náði ekki að klárast fyrir lok síðasta þings. Mér var tjáð, af þeim sem eru í þessum þinglegu ferlum hér, að til þess að klára hana á formlegan hátt þyrfti ég að leggja hana fram aftur.

Það er formsatriði að leggja þurfi skýrslubeiðnina aftur fram og að Alþingi þurfi aftur að greiða atkvæði um sömu skýrslubeiðni og þegar var búið að samþykkja. Það er mjög undarlegt. Í þessu tilviki virðist það bara vera formsatriði og við þurfum að tikka í boxið — sem er mjög undarlegt, verð ég að segja. Það væri kannski ráðlegt að breyta þingskapalögum á þann hátt að svona gerist ekki aftur.