149. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2018.

kostir og gallar aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

159. mál
[14:42]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vonar að ekki þurfi mikið meiri umræður um þetta og við getum farið að ganga til atkvæða. Málið er tiltölulega einfalt. Það sem kunna að virðast órannsakanlegir vegir þingsins eru það alls ekki. Hér er fyrst og fremst sá munur á að hafi beiðni komið fram um að gerð sé skýrsla þá skiptir auðvitað í fyrsta lagi máli að sú skýrsla verði unnin og að hún komi fram.

Það að skýrslubeiðni sé endurflutt og stofnað nýtt þingmál á nýju þingi þýðir að berist skýrslan innan þess þings verður hún sjálfkrafa að þingskjali, ella fær skýrslan stöðu munnlegrar skýrslu. Þetta er allt og sumt.