Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[16:16]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt hjá hv. hv. þingmanni að það var algjörlega ósæmilegt að minnast á þetta á þennan hátt. Það var heldur ekki meint þannig. Ég var að tala um sérfræðingana að sunnan og skammstafaði það þannig. Ég vil taka skýrt fram að ég ætlaði ekki að höggva í sama knérunn og átti alls ekki von á því að sú mynd yrði dregin upp af umræðu minni, ég ætla ekki einu sinni að nefna það á nafn af því það er ekki minn háttur. Ég held að jafnvel þótt mér væri í huga eitthvert gáttlæti núna — en mér er það ekki, hv. þingmaður. Ég held að við öll séum sammála um að mikilvægt sé að við tölum um þau vandamál sem þarna eru og þau vandamál sem við ætlum að leysa hér í dag. Við þurfum að flýta okkur við það. Það er ekki hægt að stoppa slökkvibílinn þegar eldarnir loga.