149. löggjafarþing — 15. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[22:31]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það sem fram kom hjá hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur um mikilvægi þess að brugðist sé hratt og af festu við því ástandi sem nú ríkir á Vestfjörðum varðandi fiskeldi. Ég get þó ekki setið hjá þegar horft er á vinnubrögð af því tagi sem ástunduð eru hér í dag. Ég kem hingað upp til að spyrjast aðeins fyrir um 2. gr. frumvarpsins sem hljóðar svona:

„Lög þessi öðlast þegar gildi og taka jafnframt til rekstrarleyfa sem voru felld úr gildi fyrir gildistöku laganna.“

Nú heyrði ég á máli hv. þingmanns að málið hefði fengið mjög mikla og góða meðferð í atvinnuveganefnd. Ég spyr því: Getur hún upplýst þingið um það hversu mörg leyfi önnur en þau sem þetta mál fjallar um, þ.e. þessi leyfi sem felld voru úr gildi á Vestfjörðum, hafi í gegnum tíðina verið felld úr gildi fyrir gildistöku laganna?