149. löggjafarþing — 15. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[22:37]
Horfa

Frsm. atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Eins og kemur hér fram í lagatexta, og hv. þingmaður ætti að vera búinn að kynna sér, er talað um að hægt sé að gefa rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða berist umsókn þess efnis frá handhafa hins niðurfellda leyfis innan þriggja vikna frá því að leyfið var fellt niður. Þessar þrjár vikur marka þann tíma sem um er að ræða. Það eru ekki margir sem falla innan þeirra þriggja vikna aðrir en umrædd fiskeldisfyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum sem við vitum að hafa misst sín rekstrar- og starfsleyfi.

Ég held því að ég geti algerlega staðið hér og sagt að það séu þessi tvö fyrirtæki sem falla innan þessara marka sem lagagreinin í frumvarpinu tiltekur, þ.e. að leyfin þurfi að hafa fallið niður á síðustu þremur vikum áður en lögin taka gildi.